Arsenal lauk undirbúningi sínum fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld með því að tapa fyrir portúgalska liðinu Benfica en liðin áttust við á Estadio Da Luz vellinum í Lissabon.
Robin van Persie kom Arsenal yfir á 34. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi. Pablo Aimar jafnaði metin á 50. mínútu og ellefu mínútum síðar skoraði Nolito sigurmarkið.
Byrjunarlið Arsenal: Szczesny, Sagna, Gibbs, Vermaelen, Djourou, Rosicky, Song, Van Persie, Ramsey, Gervinho, Arshavin.