Er City að stela Sneijder frá United?

Wesley Sneijder.
Wesley Sneijder. Reuters

Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því í dag Inter hafi samþykkt tilboð frá Manchester City í hollenska miðjumanninn Wesley Sneijder en sem kunnugt er hafa Englandsmeistararnir í Manchester United verið á höttunum eftir miðjumanninum snjalla.

Tilboðið sem Inter á að hafa tekið samkvæmt heimildum ítalskra fjölmiðla hljóðar upp á 31 milljón punda eða 5,7 milljarða íslenskra króna og samningurinn á að tryggja Sneijder laun upp á 5 milljónir punda á ári en það er jafnvirði 950 milljóna króna.

Að því er fram kemur í ítalska blaðinu Gezzetta dello Sport mun Sneijder halda til Manchester og ganga frá samningnum við City eftir leik Inter á móti AC Milan en liðin mætast í meistaraleiknum í Peking í Kína í dag.

Heimildamenn Sky Sports segja að fregnir ítölsku fjölmiðlanna séu rangar en Manchester United og Manchester City eigast við í leiknum um Samfélagsskjöldinn á Wembley á morgun.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert