Óskabyrjun hjá Ívari með Ipswich

Ívar Ingimarsson í búningi Ipswich.
Ívar Ingimarsson í búningi Ipswich. www.itfc.co.uk

Ívar Ingimarsson og félagar hans í Ipswich fengu óskabyrjun í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Ipswich sótti Bristol City heim og fagnaði 3:0 sigri en í marki Bristol leikur enginn annar en David James fyrrum landsliðsmarkvörður Englendinga.

Ívar, sem gekk í raðir Ipswich í sumar frá Reading, lék allan tímann í stöðu miðvarðar en Michael Chopra skoraði tvö af mörkum Ipswich og Lee Martin eitt.

Hermann Hreiðarsson lék fyrstu 64 mínúturnar fyrir Portsmouth sem gerði 2:2 jafntefli við Middlesbrough á útivelli Hermann fékk að líta gula spjaldið í leiknum. Portsmouth lenti 2:0 undir en tókst að jafna metin og jöfnunarmarkið skoraði  Luke Varney í uppbótartíma.

Brynjar Björn Gunnarsson sat allan tímann á bekknum hjá Reading sem gerði 2:2 jafntefli á heimavelli gegn Millwall. Það stefndi allt í ósigur heimamanna en þegar um sjö mínútur voru til leiksloka voru gestirnir 2:0 yfir en varamaðurinn Mathieu Manset skoraði tvö mörk með þriggja mínútna millibili og tryggði Reading eitt stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert