Barcelona og Arsenal að ná saman um Fabregas

Óvissunni um framtíð Cesc Fabregas virðist vera að ljúka.
Óvissunni um framtíð Cesc Fabregas virðist vera að ljúka. Reuters

Spánarmeistarar Barcelona lögðu í dag fram nýtt og betra tilboð í miðjumanninn snjalla Cesc Fabregas samkvæmt frétt Sky Sports.

Arsenal hefur verið sagt vilja 40 milljónir punda fyrir fyrirliðann sinn og hafnaði á dögunum tilboði Barcelona upp á 30,7 milljónir punda.

Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague, sem starfar meðal annars fyrir Sky og spænska miðilinn AS, segist á Twitter-síðu sinni hafa heimildir fyrir því að málið verði klárað fyrir helgi. Hann segir að tilboð Barcelona hljóði samtals upp á 35,4 milljónir punda.

Fabregas kom til Arsenal frá Barcelona sem táningur árið 2003 og hefur leikið yfir 300 leiki fyrir Lundúnaliðið.

Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst á laugardaginn en félagaskiptaglugginn lokast um mánaðamótin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert