Keane býst við lítilli samkeppni um titilinn

Keane hefur litlar áhyggjur af því þótt menn á borð …
Keane hefur litlar áhyggjur af því þótt menn á borð við Paul Scholes séu hættir. Reuters

Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, segist búast við að liðið vinni öruggan sigur í ensku úrvalsdeildinni sem hefst að nýju á laugardaginn.

„Meira að segja Sir Alex Ferguson sagði um daginn að deildin væri að verða erfiðari, en ég er ekki sammála. Ef United-liðið sýnir hvað það getur, sem það mun gera, vinnur það öruggan sigur. Jafnvel þó að United gerði sín mistök á síðasta tímabili náði ekkert lið að nýta sér það,“ sagði Keane við The Sun.

„United hefur gert góð kaup. Fólk talar um að reynslan í hópnum hafi minnkað og ég veit vel að Van der Sar, Neville og Scholes eru hættir. En þeir eru með góða yngri leikmenn sem eru að koma upp, og Wayne Rooney getur spilað betur en hann gerði á síðustu leiktíð. Eftir standa líka í liðinu menn eins og Vidic, Rio og Darren Fletcher. Svo er Giggsy þarna ennþá líka. United lætur ekki menn fara nema það sé öruggt að einhver leysi þá af hólmi,“ sagði Keane sem segir United-liðið virka eins og vel smurð vél. Ekkert lið sé í eins góðum málum núna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert