Torres er leikfær

Fernando Torres.
Fernando Torres. Reuters

Spænski framherjinn Fernando Torres er klár í slaginn með Chelsea sem mætir Stoke City í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Torres varð fyrir höfuðmeiðslum í leik Spánverja og Ítala í fyrrakvöld og var óvíst hvort hann myndi jafna sig af meiðslunum í tæka tíð.

Andre Villas-Boas knattspyrnustjóri Chelsea sagði við fréttamenn í dag að Torres væri búinn að jafna sig og væri leikfær. 

„Í gær mundi hann ekki nokkra hluti frá leiknum við Ítali og á undan honum en hann var með á æfingu og er tilbúinn til þess að spila,“ sagði Villas-Boas.

Torres gekk sem kunnugt er til liðs við Chelsea frá Liverpool í janúar fyrir 50 milljónir punda. Spánverjinn náði sér engan veginn á strik með Lundúnaliðinu og náði aðeins að skora eitt mark í 18 leikjum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert