Adebayor nálgast Tottenham

Emmanuel Adebayor.
Emmanuel Adebayor. Reuters

Forráðamenn Tottenham eru vongóðir um að fá framherjann Emmanuel Adebayor til liðs við sig. Tottenham hefur átt í samningaviðræðum við Manchester City um að fá Tógómanninn að láni út leiktíðina og er að því fram kemur á netmiðlinum goal.com er líklegt að gengið verði frá félagaskiptunum í þessari viku.

Adebayor var í láni hjá spænska liðinu Real Madrid síðari hlutann á síðustu leiktíð en hann gekk til liðs við Manchester City frá Arsenal fyrir tveimur árum.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert