Chelsea bar sigurorð af WBA, 2:1, í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea lenti undir snemma leiks á heimavelli og staðan í hálfleik var, 1:0, en þeir Nicolas Anelka og Florent Malouda tryggðu heimamönnum sigurinn.
90. Leiknum er lokið með 2:1 sigri Chelsea.
82. MARK!! Florent Malouda var að koma Chelsea í 2:1 eftir frábæran undirbúning frá Bosingwa.
62. Didier Drogba kemur inná í lið Chelsea fyrir Fernando Torres. Drogba hefur oft sett mark á móti WBA og skildi hann setja eitt í dag?
56. Stórsókn hjá Chelsea. Fyrst varði Ben Foster frá Anelka og Steven Reid bjargaði svo á elleftu stundu fyrir gestina.
53.MARK!! Chelsea er búið að jafna á Brúnni. Frakkinn Nicolas Anelka skoraði með lúmsku skoti. Fyrsta mark Chelsea á leiktíðinni staðreynd.
45. Hálfleikur á Stamford Bridge þar sem Chelsea er óvænt undir, 0:1.
41. Ben Foster sýndi frábær tilþrif í marki WBA þegar hann varði skot frá Ashley Cole.
5. MARK!! WBA er komið yfir á Brúnni. Eftir mistök Alex í öftustu varnarlínu náði Shane Long að stela boltanum og skoraði framhjá Hilario. Long kom til WBA frá Reading fyrir tímabilið og skoraði mark liðsins gegn Manchester United um síðustu helgi.
Chelsea: Hilario, Bosingwa, Alex, Terry, Cole, Ramires, Mikel, Lampard, Anelka, Torres, Kalou. Varamenn: Turnbull, Ivanovic, Benayoun, Drogba, Malouda, Ferreira, McEachran.
West Brom: Foster, Reid, Tamas, Olsson, Shorey, Scharner, Mulumbu, Brunt, Morrison, Long, Tchoyi. Varamenn: Fulop, Cech, Dorrans, Jara Reyes, McAuley, Odemwingie, Cox.