Wenger: Ætla ekki að hlaupa í burtu

Arsene Wenger hylur andlit sitt í leiknum gegn Liverpool í …
Arsene Wenger hylur andlit sitt í leiknum gegn Liverpool í dag. Reuters

Í fyrsta sinn frá því Arsene Wenger tók við stjórastöðunni hjá Arsenal er hann undir pressu en stuðningsmenn félagsins eru allt annað en ánægðir með stöðu mála hjá félaginu. Liðið tapaði fyrir Liverpool á heimavelli í dag, 2:0, og hefur því enn ekki tekist að skora í deildinni í ár. Þá hefur mikið vesen verið í leikmannamálum félagsins. Fabregas er farinn og allt eins víst að Nasri fylgi í kjölfarið.

„Það kemur ekki til greina að hlaupa í burtu. Ég mun reyna að gera mitt besta fyrir félagið eins og ég hef alltaf gert. Við erum vonsviknir yfir að hafa tapað í dag en tímabilið er rétt að byrja. Ég finn ekki fyrir meiri pressu en vanalega. Það var slæmt að missa mann af velli og þar kenni ég um reynsluleysi en mér fannst rangstöðulykt að báðum mörkum Liverpool,“ sagði Wenger eftir leikinn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert