Neville: Ferillinn með landsliðinu tímasóun

Gary Neville.
Gary Neville. Reuters

Gary Neville, fyrrverandi bakvörður Manchester United og enska landsliðsins, lýsir ferli sínum með landsliðinu sem tímasóun og segir að Englendingar eigi enga möguleika á að vinna stóran titil á næstu áratugum.

Neville tók þátt í þremur Evrópumótum og tveimur heimsmeistaramótum með enska landsliðinu en hann var aldrei eins sáttur að spila með landsliðinu eins og Manchester United.

Neville var í enska landsliðinu sem komst í undanúrslit á EM 1996 og segir hann að sá árangur verði ekki toppaður í nánustu framtíð og kennir því um að enska leikmenn skorti betri tækni.

„Við erum enn of mikið í kraftaboltanum og ég sé ekki fyrir mér að við getum keppt um stóru titlana næstu áratugina. Ég hef stundum velt fyrir mér ferlinum með enska landsliðinu og hef þá hugsað með mér: Nú, þetta var meiri tímasóunin! Fyrirgefið hvað ég hljóma önugur en besta vini mínum, David Beckham, var slátrað eftir HM 1998 og síðan bróður mínum, Phil, eftir EM 2000.

Það á að vera frábært að leika fyrir fyrir sína þjóð en það er engin spurning að of margir leikmenn eru hræddir við að verða á einhver mistök þegar þeir klæðast enska landsliðsbúningnum. Mér fannst alltaf mikilvægara að spila með Manchester United en landsliðinu,“ ritar Neville í enska blaðið Mail on Sunday en hann lagði skóna á hilluna í sumar.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert