Aron gæti spilað um næstu helgi

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. mbl.is/Eggert

Malky Mackay, knattspyrnustjóri Cardiff City, segir ekki útilokað að Aron Einar Gunnarsson geti spilað með liðinu um næstu helgi þegar það mætir Portsmouth í ensku B-deildinni. Það sé þó frekar ólíklegt en Aron meiddist um fyrri helgi í leik gegn Bristol City.

Hann spilar ekki gegn Huddersfield, liði Jóhannesar Karls Guðjónssonar, í deildabikarnum í kvöld. Mackay sagði á vef Cardiff að Aron myndi að óbreyttu hefja æfingar með liðinu á ný í vikunni og hann útilokaði ekki að geta notað hann gegn Portsmouth. Hann myndi þó frekar horfa til þess að fá Aron og tvo aðra miðjumenn sem eru meiddir örugglega aftur í slaginn strax að landsleikjahléinu loknu.

Aron á að spila með íslenska landsliðinu gegn Noregi 2. september og Kýpur 6. september, svo framarlega sem hann verður búinn að ná sér af meiðslunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert