QPR, Swansea Norwich, nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni, ásamt Sunderland féllu öll úr leik í ensku deildabikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Norwich steinlá á heimavelli fyrir MK Dons, 4:0, QPR lá á heimavelli fyrir Rochdale. Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi QPR. Swansea tapaði fyrir Shrewsbury, 3:1 og Sunderland fyrir Brighton, 1:0.
Luke Chadwick sem um tíma var á mála hjá Manchester United skoraði tvö marka MK Dons en hann lék einmitt með Norwich áður enn hann gekk í raðir MK Dons, sem situr á toppi C-deildarinnar.
Aston Villa lenti í basli með Hereford en tókst að lokum að vinna 2:0 sigur með mörkum frá Lichaj og Delfouneso á lokakafla leiksins.
WBA vann öruggan útisigur á Bournemouth, 4:1, þar sem Fortune skoraði tvö af mörkum úrvalsdeildarliðsins.
Úlfarnir burstuðu Northampton á útivelli, 4:0, þar sem Sylvan Ebanks-Blake skoraði tvö af mörkum Wolves.
Leeds marði Doncaster 2:1 á útivelli. Ramon Nunez skoraði bæði mörk Leedsara og sigurmarkið sjö mínútum fyrir leikslok.
Cardiff hafði betur á móti Huddersfield, 5:3, í framlengdum leik en staðan eftir venjulegan leiktíma var, 3.3. Aron Einar Gunnarsson lék ekki með Cardiff vegna meiðsla en Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Huddersfield.
Brynjar Björn Gunnarsson sat á varamannabekk Reading allan tímann sem tapaði fyrir Charlton, 2:1.