,,Þetta er mikill léttir því viðræður á milli félaganna hafa staðið yfir í langan tíma. Nú er ég loks orðinn leikmaður City og er mjög ánægður með það,“ sagði Samir Nasri eftir að skrifað undir fjögurra ára samning við Manchester City í dag. Hann hefur fengið úthlutað treyju með númerinu 19 og spilar sinn fyrsta leik með liðinu á móti Tottenham á laugardaginn.
,,Ég var svolítið pirraður því ég sagði við Wenger að ég vildi fara. Ég vildi taka undirbúningstímabilið með Manchester City og hitta nýju liðsfélaga mína. Ég er hingað kominn til að spila fótbolta, hafa gaman að hlutunum og vinna titla. Ég ræddi mikið við Gael Clichy og Kolo Toure og einnig Patrick Vieira. Það var mikilvægt að fá ráð frá leikmönnum sem eru hjá félaginu og þeir vita muninn á milli Arsenal og Manchester City,“ sagði Nasri.