Stuðningsmenn Arsenal hafa ekki haft yfir miklu að gleðjst síðustu vikurnar. Fabregas og Nasri farnir, engin mörk í tveimur leikjum í úrvalsdeildinni og eitt stig uppskeran. Í kvöld gátu aðdáendur Arsenal brosað alla vega út í annað þegar lið þeirra tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 14. árið í röð með 2:1 útisigri gegn Udinese.
Arsene Wenger stjóra liðsins var létt en mikil pressa hefur verið á honum upp á síðkastið.
„Við sýndum, undir pressu, að við getum brugðist við með því að spila fótbolta, vera yfirvegaðir og rólegir á boltanum og spila eins og við vitum hvernig á að spila. Við stóðumst pressuna,“ sagði Wenger við ITV sjóvarpsstöðina eftir sigurinn gegn Udinese í kvöld.
„Það er margar spurningar í kringum okkar lið. Ef við hefðum fallið úr leik hefði það verið mjög bagalegt. Þetta var því mjög mikilvægt. Ekki fjárhagslega eins og sumir hafa sagt heldur meira því við viljum spila meðal þeirra bestu,“ sagði Wenger.