Englendingar eiga þrjú af þeim átta liðum sem eru í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í riðla Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem fram fer í Mónakó síðdegis í dag.
Manchester United, Chelsea og Arsenal eru öll í efsta flokknum en fjórða enska liðið, Manchester City, þreytir frumraun sína í keppninni og er í þriðja styrkleikaflokki.
Auk City eru fjórir nýliðar í riðlakeppninni en það eru Napoli, Trabzonspor, Viktoria Plzen og Otelul Galati.
Eitt lið er dregið úr hverjum flokki í hvern riðil keppninnar en lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Ellefu félög sem hafa orðið Evrópumeistarar eru í hópi þeirra 32 liða sem taka þátt í keppninni en styrkleikaflokkarnir eru þannig skipaðir:
Flokkur 1:
Barcelona, Spáni (Evrópumeistari)
Manchester United, Englandi
Chelsea, Englandi
Bayern München, Þýskalandi
Arsenal, Englandi
Real Madrid, Spáni
Porto, Portúgal
Inter Mílanó, Ítalíu
Flokkur 2:
AC Milan, Ítalíu
Lyon, Frakklandi
Shakhtar Donetsk, Úkraínu
Valencia, Spáni
Benfica, Portúgal
Villarreal, Spáni
CSKA Moskva, Rússlandi
Marseille, Frakklandi
Flokkur 3:
Zenit St. Pétursborg, Rússlandi
Ajax, Hollandi
Bayer Leverkusen, Þýskalandi
Olympiacos, Grikklandi
Manchester City, Englandi
Lille, Frakklandi
Basel, Sviss
BATE Borisov, Hvíta-Rússlandi
Flokkur 4:
Borussia Dortmund, Þýskalandi
Napoli, Ítalíu
Dinamo Zagreb, Króatíu
APOEL Nicosia, Kýpur
Trabzonspor, Tyrklandi
Genk, Belgíu
Viktoria Plzen, Tékklandi
Otelul Galati, Rúmeníu