Riise ekki með gegn Íslandi?

John Arne Riise í leik gegn Íslandi.
John Arne Riise í leik gegn Íslandi. mbl.is/Golli

Útlit er fyrir að John Arne Riise, Norðmaðurinn reyndi, missi af landsleiknum gegn Íslandi næsta föstudagskvöld þar sem hann fór meiddur af velli í leik Fulham gegn Dnipro í Úkraínu í Evrópudeild UEFA í gærkvöld.

Martin Jol, knattspyrnustjóri Fulham, sagði við Sky Sports að meiðslin hjá Riise virtust vera alvarleg en honum var skipt af velli á 22. mínútu leiksins. Riise, sem lék lengi með Liverpool, er einn reyndasti landsliðsmaður Norðmanna og hefur spilað 97 landsleiki.

Fulham tapaði 1:0 í Úkraínu en fór örugglega áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið vann fyrri leikinn í London, 3:0.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert