Chelsea efst og Mata skoraði

Didier Drogba var borinn af velli eftir þennan árekstur við …
Didier Drogba var borinn af velli eftir þennan árekstur við John Ruddy markvörð Norwich. Reuters

 Chelsea klifraði uppí efsta sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að sigra nýliða Norwich City, 3:1, á Stamford Bridge í dag.

Chelsea var í miklum vandræðum með Norwich sem jafnaði um miðjan seinni hálfleik. John Ruddy markvörður Norwich var rekinn af velli á 80. mínútu og þá náði Chelsea undirtökunum með marki Franks Lampards úr vítaspyrnu. Juan Mata kom inná í sínum fyrsta leik og innsiglaði sigurinn með marki á 11. mínútu í uppbótartíma!

Everton vann ótrúlegan sigur á Blackburn, 1:0, á útivelli. Blackburn klúðraði tveimur vítaspyrnum en Mikel Arteta skoraði síðan sigurmark Everton úr vítaspyrnu í lok uppbótartímans.

Nýliðar Swansea hafa enn ekki skorað mark og gerðu 0:0 jafntefli við Sunderland.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

CHELSEA - NORWICH 3:1 - leik lokið

6. MARK - 1:0. José Bosingwa kemur Chelsea yfir með glæsilegu skoti af 25 m færi, efst í markhornið vinstra megin.
63. MARK - 1:1. Grant Holt jafnar fyrir Norwich eftir mikil mistök hjá Hilario í marki Chelsea. Hann fer út í fyrirgjöf, missir af boltanum þegar hann rekst á samherja sinn Branislav Ivanovic, og Holt "klippir" boltann beina leið í tómt markið!
70. Didier Drogba er borinn af velli eftir að hafa fengið fimm mínútna aðhlynningu inná vellinum. Hann virðist hálfrotaður eftir harðan árekstur við Ruddy, markvörð Norwich. Uppbótartíminn langur í dag.
80. RAUTT - John Ruddy markvörður Norwich er rekinn af velli fyrir að brjóta á Ramires sem var sloppinn einn í gegn. Vítaspyrna, en markmannskipti áður.
82. MARK - 2:1. Frank Lampard skorar úr vítaspyrnunni fyrir Chelsea, þrumar boltanum í mitt markið en varamarkvörðurinn Declan Rudd kastar sér til hægri.
90+10. MARK - 3:1 Juan Mata skorar í sínum fyrsta leik með Chelsea og innsiglar sigurinn. Kemst inní vítateiginn hægra megin og skorar af yfirvegun.

Chelsea: Hilario, Bosingwa, Ivanovic, Terry, Cole, Ramires, Mikel, Lampard, Drogba, Torres, Malouda.
Varamenn: Turnbull, Mata, Lukaku, Ferreira, McEachran, Alex, Anelka.
Norwich: Ruddy, Barnett, De Laet, Whitbread, Naughton, Hoolahan, Bradley Johnson, Crofts, Tierney, Holt, Chris Martin.
Varamenn: Rudd, Russell Martin, Morison, Jackson, Pilkington, Fox, Bennett.

BLACKBURN - EVERTON 0:1 - leik lokið

47. VÍTI - Tim Howard
markvörður Everton ver vítaspyrnu frá Junior Hoilett hjá Blackburn. Mauro Formica krækti í vítaspyrnuna.
84. VÍTI - Mauro Formica hjá Blackburn tekur aðra vítaspyrnu liðsins í leiknum en skýtur í stöngina á marki Everton. Krækti í hana sjálfur, eins og þá fyrri. Sjöunda vítaspyrnan af níu í deildinni til þessa sem fer forgörðum!!
90+3 MARK - 0:1. Mikel Arteta skorar fyrir Everton, úr þriðju vítaspyrnu leiksins! Sigurmarkið. Vítaspyrnan dæmd á Chris Samba fyrir að klifra uppá bakið á Marouane Fellaini.

Blackburn: Robinson, Salgado, Samba, Givet, Olsson, Emerton, Nzonzi, Dunn, Pedersen, Hoilett, Roberts.
Varamenn: Bunn, Formica, Petrovic, Rochina, Goodwillie, Hanley, Lowe.
Everton: Howard, Neville, Jagielka, Distin, Baines, Osman, Heitinga, Arteta, Barkley, Fellaini, Anichebe.
Varamenn: Mucha, Hibbert, Bilyaletdinov, Beckford, Cahill, Vellios, Baxter.

SWANSEA - SUNDERLAND 0:0 - leik lokið

Swansea: Vorm, Williams, Taylor, Caulker, Rangel, Britton, Sinclair, Dyer, Routledge, Graham, Agustien.
Varamenn: Moreira, Tate, Dobbie, Lita, Moore, Allen, Gower.
Sunderland: Mignolet, Bardsley, Brown, O'Shea, Ferdinand, Cattermole, Larsson, Gardner, Colback, Gyan, Sessegnon.
Varamenn: Westwood, Wickham, Richardson, Vaughan, Ji, Bramble, Elmohamady.

Frank Lampard fagnar eftir að hann kom Chelsea í 2:1.
Frank Lampard fagnar eftir að hann kom Chelsea í 2:1. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert