Hefja titilvörnina gegn Man.City

Birmingham fagnar sigri í deildabikarnum síðasta vetur.
Birmingham fagnar sigri í deildabikarnum síðasta vetur. Reuters

Birmingham City, sem vann óvæntan sigur í enska deildabikarnum í knattspyrnu síðasta vetur, þarf að hefja titilvörnina á því að mæta stjörnum prýddu liði Manchester City.

Birmingham féll úr úrvalsdeildinni í vor og leikur því í 1. deild en sigurinn í deildabikarnum tryggði liðinu Evrópusæti og liðið er nú komið í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA.

Leeds og Manchester United drógust saman en Leeds, þá í 2. deild, vann United afar óvænt á Old Trafford í ensku bikarkeppninni í janúar 2010.

Þessi lið mætast í 3. umferð, sem dregið var til nú í hádeginu:

Cardiff City - Leicester City
Wolves - Millwall
Chelsea - Fulham
Aldershot Town eða Carlisle United - Rochdale
Arsenal - Shrewsbury Town
Burnley - MK Dons
Leeds United - Manchester United
Brighton - Liverpool
Nottingham Forest - Newcastle United
Manchester City - Birmingham City
Blackburn Rovers - Leyton Orient eða Bristol Rovers
Swindon Town eða Southampton - Charlton eða Preston North End
Everton - West Brom
Crystal Palace eða Wigan - Middlesbrough
Aston Villa - Bolton Wanderers
Stoke City - Tottenham Hotspur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert