Edin Dzeko var hetja Manchester City sem vann Tottenham 5:1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði fjögur mörk fyrir liðið og er City því með fullt hús stiga á toppnum. Búnir að skora 12 mörk og fá aðeins á sig 3 eftir þrjá leiki. Knattspyrnan sem liðið spilaði í dag var í hæsta gæðaflokki og þá sérstaklega sóknarlega. Þá þaggaði Dzeko niður í öllum efasemdaröddum sem heyrðust um kaup City á honum í janúar.
Sergio Aguero skoraði svo eitt mark fyrir City, hans þriðja fyrir félagið í þremur leikjum. Samir Nasri sem gekk til liðs við félagið í vikunni lagði upp þrjú mörk í dag, tvö fyrir Dzeko og eitt fyrir Aguero. Younès Kaboul skoraði eina mark Tottenham eftir rúmmlega klukkutíma leik og lagaði þá stöðuna í 4:1.
Fylgst var með gangi mála hér fyrir neðan.
90. MARK! 1:5 - Edin Dzeko skorar fjórða mark sitt fyrir City og fimmta mark þeirra. Hann skaut föstu skoti í markhornið fær þegar tæpar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
68. MARK! 1:4 - Tottenham er búið að klóra í bakkann en það var Younès Kaboul sem skoraði með skalla eftir hornspyrnu Van der Vaart frá vinstri. Jermaine Defoe átti gott skot sem Joe Hart varði afturfyrir.
60. MARK! 0:4 - Sergio Aguero fer illa með Michael Dawson í vörn Tottenham á vinstra megin í teignum og skorar þriðja mark sitt á leiktíðinni fyrir City. Hann fékk sendingu frá Nasri sem er því kominn með þrjár stoðsendingar í sínum fyrsta leik. Það var þó Aguero sem átti þetta mark skuldlaust og fór af krafti framhjá Dawson sem stóð eftir með sárt ennið.
55. MARK! 0:3 - Edin Dzeko er búinn að skora þriðja mark sitt og þriðja mark Manchester City gegn lánlausum og lélegum varnarmönnum Tottenham. Hann fékk fasta sendingu frá Yaya Toure og stýrði boltanum í netið nánast af marklínu. Tíunda mark City í þremur leikjum úrvalsdeildarinnar.
46. Seinni hálfleikur er hafinn en Tom Huddlestone kemur inn á hjá heimamönnum fyrir Niko Kranjcar.
45. Eftir mjög fjörugan fyrri hálfleik er staðan 2:0 fyrir City gegn Tottenham. Bæði lið hafa átt sín færi en Samir Nasri og Edin Dzeko hafa stolið senunni. Dzeko með bæði mörkin eftir sendingar frá Nasri sem virðist smella vel inn í lið City.
41. MARK! 0:2 - Edin Dzeko er hrokkinn í gang fyrir City en hann var að skora annað mark sitt og annað mark City með skalla af stuttu færi, aftur eftir sendingu frá nýjasta leikmanni City, Samir Nasri.
35. MARK! 0:1 - Manchester City var að skora en það var Edin Dzeko sem skoraði markið eftir frábæra sendingu frá Samir Nasri. Nasri og Aguero spiluðu boltanum á milli sín áður en sá fyrrnefndi sendi inn á markteig þar sem Dzeko stýrði boltanum í netið.
33. Gareth Barry á þrumuskot rétt fyrir utan vítateig en það rétt framhjá stönginni.
28. Eftir tæps hálftíma leik er staðan enn markalaus. Bæði lið hafa átt sín færi en markverðir liðanna, Brad Friedel hjá Tottenham og Joe Hart hjá City, hafa verið vel á verði. David Silva átti til að mynda frábært skot að marki sem Fridel varði vel. Samir Nasri náði ekki að koma boltanum á markið eftir að hann hirti frákastið. Þá átti Rafael Van der Vaart gott skot sem Hart varði einnig mjög vel.
1. Leikurinn er hafinn
Tottenham: Friedel, Corluka, Dawson, Kaboul, Assou-Ekotto, Lennon, Modric, Kranjcar, Bale, Van der Vaart, Crouch.
Varamenn: Cudicini, Huddlestone, Pavlyuchenko, Defoe, Bassong, Walker, Livermore.
Man City: Hart, Zabaleta, Kompany, Lescott, Clichy, Toure Yaya, Barry, Silva, Nasri, Aguero, Dzeko.
Varamenn: Pantilimon, Richards, Milner, Johnson, Savic, Tevez, Balotelli.