Liverpool kaupir Sebastián Coates

Sebastián Coates í leik með Úrúgvæ gegn Perú í Ameríkubikarnum …
Sebastián Coates í leik með Úrúgvæ gegn Perú í Ameríkubikarnum í sumar. Reuters

Enska knattspyrnufélagið Liverpool staðfesti í kvöld að það hefði keypt úrúgvæska landsliðsmanninn Sebastián Coates af Nacional í heimalandi hans og gert við hann langtímasamning.

Coates er tvítugur varnarmaður, tveggja metra hár, en hann kom inn í landslið Úrúgvæ fyrr á þessu ári og varð Suður-Ameríkumeistari með því í sumar. Hann var valinn besti ungi leikmaðurinn í Ameríkubikarnum.

Hann hefur alla tíð leikið með Nacional og varð úrúgvæskur meistari með því 2009 og aftur í vor.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert