Missir Arsenal Park í herinn?

Park Chu-young.
Park Chu-young. Reuters

Forráðamenn Arsenal eru farnir að vinna í því að reyna að fá undanþágu fyrir Park Chu-young, einn af nýju mönnunum hjá félaginu, til að losna undan því að hefja tveggja ára herþjónustu í Suður-Kóreu eftir tvö ár.

Arsenal keypti Park af Mónakó í Frakklandi í lok ágúst og greiddi fyrir hann þrjár milljónir punda. Sem stendur er ekki víst að hann geti spilað með Arsenal nema til 2013 þegar hann á samkvæmt reglum í heimalandinu að mæta í herinn og sinna sínum skyldum þar, sem væntanlega eru aðallega fólgnar í landamæravörslu við landamæri Suður- og Norður-Kóreu.

„Eins og er þarf leikmaðurinn að gegna herþjónustu fyrir þjóð sína. En sem fyrirliði landsliðs þjóðarinnar gæti hann fengið undanþágu vegna óvenjulegra kringumstæðna. Við erum að leita leiða til að fá herþjónustu hans frestað,“ sagði forráðamaður Arsenal við blaðið Daily Star.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert