Ferguson ver framkomu Mourinhos

José Mourinho á dyggan bakhjarl þar sem Alex Ferguson er.
José Mourinho á dyggan bakhjarl þar sem Alex Ferguson er. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, telur ekkert athugavert við það að José Mourinho, kollegi hans hjá Real Madrid, sé líflegur á hliðarlínunni og eigi það til að fara yfir strikið, eins og þegar hann potaði í augað á aðstoðarþjálfara Barcelona á dögunum, og sneri í kjölfarið útúr nafni hans á  blaðamannafundi.

Mourinho hefur oft verið nefndur til sögunnar sem eftirmaður Fergusons á Old Trafford en margir hafa efast um það eftir framkomu Portúgalans í leikjum með Real Madrid undanfarna mánuði.

„Hann er ákafur og metnaðarfullur og ég sé ekkert athugavert við það. Þegar ég var yngri sýndi ég meiri tilfinningar á hliðarlínunni en ég geri í dag. Ég var stöðugt að benda og skipa fyrir. Það er í eðli Mourinhos að lifa sig inn í leikinn,“ sagði Ferguson við ítalska blaðið Corriere dello Sport og rifjaði upp sögulegan sigurleik Porto, undir stjórn Mourinhos, gegn United á Old Trafford árið 2004.

„Þegar ég sá Mourinho hlaupa fram og til baka eftir hliðarlínunni sem þjálfara Porto á Old Trafford þá hugsaði ég til baka: Gerði ég þetta ekki sjálfur? Fólk metur hann vegna ákefðar hans og áhuga. Stuðningsmennirnir átta sig á því að hann er að berjast fyrir þá og sína leikmenn,“ sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert