Finnski sóknarmaðurinn Mikael Forssell er genginn til liðs við enska B-deildarliðið Leeds. Leeds samdi við Forssell út leiktíðina en hann var á lausu eftir að samningur hans við þýska liðið Hannover rann út í sumar.
Forssell er þrítugur sem lék um tíma með Chelsea og þá var hann í herbúðum Birmingham en undanfarin þrjú ár hefur hann verið á mála hjá Hannover.
,,Ég hef saknað enska fótboltans og ég vildi mikið koma hingað aftur,“ sagði Forssell við fréttamenn í dag. ,,Að koma til félags eins og Leeds frábært,“ sagði Finninn, sem hefur verið til reynslu hjá Leeds undanfarnar vikur.
Forssell gekk til liðs við Chelsea frá finnska liðinu HJK Helsinki í júlí 1998. Hann lék 53 leiki með liðinu og skoraði 12 mörk en Eiður Smári Guðjohnsen var samherji hans með Lundúnaliðinu.