Cleverley: Finnst eins og ég sé fótbrotinn

Tom Cleverley, til vinstri.
Tom Cleverley, til vinstri. Reuters

Tom Cleverley miðjumaðurinn efnilegi í liði Englandsmeistara Manchester United óttast að hann hafi fótbrotnað í leiknum gegn Bolton á Reebok í kvöld.

Cleverley þurfti að fara af velli á fyrstu mínútum leiksins en hann var utan vallar í meðhöndlum þegar Javier Hernández skoraði fyrsta mark leiksins.

,,Tom gæti hafa fótbrotnað. Hann lenti í hörkutæklingu,“ sagði Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United við MUTV sjónvarpið eftir leikinn.

Cleverley, sem 22 ára gamall, studdist við hækjur þegar hann kom upp í stúkuna en hann fer í myndatöku á morgun og þá kemur í ljós hversu alvarleg meiðslin eru. Claverley hefur spilað afar vel í fyrstu leikjum United en hann hefur verið í byrjunarliðinu í fyrstu leikjum liðsins.

,,Mér líður ekki vel og mér finnst eins og ég sé fótbrotinn,“ ritaði Cleverley á Facebook síðu sína í kvöld. ,,Ég vil láta alla vita að Kevin Davies baðst ekki afsökunar. Tímabilið gæti verið búið og ég fékk enga afsökunarbeiðni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert