Liverpool hefur aldrei unnið á Britannia

Martin Skrtel fagnar marki gegn Bolton.
Martin Skrtel fagnar marki gegn Bolton. Reuters

Liverpool sækir Stoke heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu dag og freistar þess að leggja Stoke í fyrsta skipti í úrvalsdeildinni á Britannia vellinum í Stoke.

Liverpool hefur þrívegis áður spilað deildaleik á Britannia og hafa úrslitin orðið á þann veg að Stoke hefur unnið einu einni og tvívegis hafa liðin skilið jöfn.

Bæði lið eru ósigruð í fyrstu þremur leikjunum í deildinni. Liverpool hefur unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli en Stoke hefur unnið enn leik og gert tvö jafntefli.

Peter Crouch leikur sinn fyrsta leik fyrir Stoke í dag og mætir þar með sínum gömlu félögum í Liverpool en Stoke keypti framherjann hávaxna frá Tottenham í síðasta mánuði. Þá spilar Wilson Palacios sinn fyrsta leik fyrir Stoke en hann kom til liðsins í félagaskiptaglugganum frá Tottenham líkt og Crouch.

Craig Bellamy mun væntanlega hefja leik á bekknum hjá Liverpool en hann sneri aftur til liðsins á dögunum. Steven Gerrard er enn frá vegna meiðsla en líklegt er að Glen Johnson spili sinn fyrsta leik á tímabilinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert