Hernández frá í næstu leikjum

Javier Hernández skýtur að marki og Ashley Cole reynir að …
Javier Hernández skýtur að marki og Ashley Cole reynir að stöðva hann. Reuters

Horfur eru á að mexíkóski framherjinn Javier Hernández missi af næstu leikjum Manchester United en hann meiddist á ökkla í leiknum við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United, sagði eftir leikinn að hann ætti von á að Hernández þyrfti að taka sér hvíld en hann haltraði af velli eftir að Ashley Cole braut á honum.

„Mér fannst þetta vera hræðileg tækling. Dómarinn gaf Cole gula spjaldið, og fyrst hann gerði það skil ég ekki hvers vegna hann dæmdi ekki vítaspyrnu. Við verðum að bíða morguns því hann er dofinn núna. Hann gæti verið frá keppni í tvær vikur eða svo,“ sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert