Cole ekki refsað frekar

Ashley Cole brýtur á Javier Hernández í leiknum í gær.
Ashley Cole brýtur á Javier Hernández í leiknum í gær. Reuters

Enska knattspyrnusambandið staðfesti í dag að ekkert yrði gert frekar í máli Ashley Cole sem tæklaði Javier Hernández illa í leik Manchester United og Chelsea í gær.

Hernández skaut framhjá marki Chelsea um leið og Cole renndi sér í hann og hitti á legg Mexíkóans. Hernández þurfti að fara af velli og verður líklega frá keppni næstu tvær vikurnar. Cole fékk gula spjaldið.

Þar sem oft er refsað fyrir svipuð brot með rauðu spjaldi og vangaveltur voru um hvort málið yrði tekið upp, tilkynnti knattspyrnusambandið að þar sem dómari leiksins hefði tekið afstöðu til brotsins með gulu spjaldi, yrði ekkert frekar gert í því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert