Agger frá vegna rifbeinsbrots

Daniel Agger hefur verið óheppinn með meiðsli.
Daniel Agger hefur verið óheppinn með meiðsli. Reuters

Daniel Agger, danski miðvörðurinn hjá Liverpool, rifbeinsbrotnaði í leik liðsins gegn Tottenham síðasta sunnudag en hann þurfti að fara af velli snemma leiks vegna meiðslanna.

Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool staðfesti þetta á vef félagsins í dag, en lýsingu hans á meiðslunum ber ekki saman við það sem umboðsmaður Aggers, Per Steffensen, sagði við TV2 í Danmörku.

Dalglish sagði að eitt rifbein væri brotið og hann væri því í smá vanda í bili. Steffensen sagði hinsvegar að tvö rifbein hefðu brotnað og Agger yrði að hafa hægt um sig í fjórar vikur. Hann myndi m.a. missa af leik Liverpool við Manchester United og tveimur síðustu leikjum Dana í undankeppni EM, við Kýpur og Portúgal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert