Liverpool lagði Brighton - Chelsea slapp

Craig Bellamy umkringdur varnarmönnum Brighton.
Craig Bellamy umkringdur varnarmönnum Brighton. Reuters

Liverpool, Chelsea og Manchester City komust öll áfram í ensku deildabikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld. Liverpool og City náðu að leggja Brighton og Birmingham en Chelsea slapp fyrir horn í vítaspyrnukeppni og lagði Fulham eftir markalausan leik nágrannaliðanna.

Þá náði Everton að sigra WBA, 2:1, þar sem Phil Neville skoraði sigurmarkið í framlengingu.

Fylgst var með gangi mála í leikjunum hér á mbl.is.

Brighton - Liverpool, 1:2 (leik lokið)

90. MARK!! Ashley Barnes minnkar muninn úr vítaspyrnu fyrir heimamenn. Vítið var dæmt á Jamie Carragher. Ekki í fyrsta sinn!!

80. MARK!! Liverpool að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í keppninni. Dirk Kuyt var að bæta við öðru marki fyrir Liverpool.

75. Steven Gerrard kemur inná í lið Liverpool. Þetta er fyrsti leikur fyrirliðans síðan í mars.

60. Brighton-liðið kom öflugt út til síðari hálfleiksins og hefur verið betri aðilinn í seinni hálfleik.

44. Craig Bellamy átti skot í stöngina og rétt á eftir lék Jay Spearing sama leik. Annað markið liggur í loftinu hjá Liverpool.

32. Luis Suarez hefði átt að koma Liverpool í 2:0 en skot Úrúgvæans af stuttu færi fór framhjá markinu.

25. Liverpool hefur ráðið algjörlega ferðinni gegn lærisveinum Gustavo Poyet.

11. MARK!! Craig Bellamy er búinn að koma Liverpool yfir gegn B-deildarliðinu eftir sendingu frá Luis Suarez. Þetta er fyrsta mark Bellamy fyrir Liverpool eftir að hann sneri aftur til félagsins.

Brighton: Ankergren, Calderon, Greer, Steve Cook, Vincelot, Navarro, Sparrow, Bridcutt, Noone, Buckley, Mackail-Smith. Varamenn: Brezovan, Dunk, Barnes, Vicente, LuaLua, Taricco, Kasim.

Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Coates, Robinson, Kuyt, Spearing, Lucas, Maxi, Bellamy, Suarez. Varamenn: Doni, Gerrard, Carroll, Downing, Wilson, Shelvey, Flanagan.

Manchester City - Birmingham, 2:0 (leik lokið)

57. Hargreaves er kallaður af velli. Frábær endurkoma hjá miðjumanninum snjalla sem skoraði fyrsta mark City.

38. MARK!! Ítalski vandræðagemlingurinn Mario Balotelli er búinn að koma City í 2:0. Deildabikarmeistarnir eru á leið út úr keppninni.

18. MARK!! Hver annar en Owen Hargreaves er búinn að koma City yfir gegn Birmingham sem á titil að verja. Hargreaves er að spila sinn fyrsta leik fyrir City og fyrsta leik sinn í langan tíma. Hargreaves skoraði með skoti utan teigs en í fyrsta skipti í þrjú ár er hann búinn að spila í meira en 10 mínútur.

Man City: Pantilimon, Onuoha, Toure, Savic, Bridge, Zabaleta, Hargreaves, Razak, Kolarov, Tevez, Balotelli. Varamenn: Taylor, Rekik, Milner, Clichy, Suarez, Aguero, Scapuzzi.

Birmingham: Doyle, Spector, Ibanez, Davies, Murphy, Burke, N'Daw, Fahey, Beausejour, Redmond, Rooney. Varamenn: Myhill, Caldwell, King, Gomis, Zigic, Asante, Jervis.

Chelsea - Fulham, 0:0 (4:3 í vítakeppni) Leik lokið

90. Venjulegum leiktíma er lokið. Leikurinn verður framlengdur í 2x15 mínútur.

75. Mark Schwarzer varði glæsilega kollspyrnu John Terry. Staðan er enn 0:0 en bæði lið hafa fengið góð færi í leiknum.

48. Víti og rautt spjald!! Fulham fékk gullið tækifæri til að komast yfir. Liðið fékk vítaspyrnu en Pajtim Kasami nýtti hana ekki. Alex var brotlegur og fékk að líta rauða spjaldið.

Chelsea: Cech, Ferreira, Luiz, Alex, Bertrand, McEachran, Romeu, Malouda, Sturridge, Lukaku, Kalou. Varamenn: Turnbull, Lampard, Mata, Drogba, Mikel, Bosingwa, Terry.

Fulham: Schwarzer, Kelly, Baird, Senderos, Grygera, Gecov, Kasami, Frei, Briggs, Orlando Sa, Ruiz. Varamenn: Etheridge, John Arne Riise, Sidwell, Zamora, Dembele, Kacaniklic, Halliche.

Aðrir leikir:

Cardiff - Leicester, 2:2 (7:6 í vítakeppni) Leik lokið
Aron Einar Gunnarsson kom inná á 29. mínútu í liði Cardiff.

Everton - WBA, 2:1 (Leik lokið)
Fellaini 89, Neville 103 - Brunt 57. (víti)


Southampton - Preston, 2:1 (leik lokið)

Owen Hargreaves fagnar marki sínu.
Owen Hargreaves fagnar marki sínu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert