Manchester City vann Everton 2:0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þetta var fyrsti sigur City á Everton síðan árið 2007. Varamennirnir Mario Balotelli og James Milner skoruðu mörkin í síðari hálfleik.
City komst með sigrinum á toppinn með 16 stig en Manchester United getur endurheimt efsta sætið með sigri á Stoke síðar í dag. Þeir eru með 15 stig og hafa ekki enn tapað stigum.
Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér að neðan. Byrjunarliðin eru neðst á síðunni.
Man. City - Everton 2:0 Leik lokið
(Mario Balotelli 68., James Milner 89. -)
89. MARK! James Milner skorar! Sókn City virtist vera að renna út í sandinn en David Silva átti síðan mjög góða sendingu innfyrir vörn Everton á Milner sem var einn gegn Tim Howard og kom boltanum framhjá honum. Þar með eru úrslitin ráðin. Tveir af þremur varamönnum Roberto Mancini búnir að skora og tryggja stigin þrjú.
84. Yaya Touré á gott skot að marki sem Tim Howard ver í horn. Skotið fyrir utan vítateig.
84. Stefan Savic, varnarmaður að koma inná fyrir Samir Nasri.
83. Drenthe á ágæta tilburði fyrir utan vítateig City eftir hornspyrnu. Lék á James Milner en skot hans yfir markið.
82. Seamus Coleman fer af velli hjá Everton og annar markaskorari frá því í síðasta leik, Apostolos Vellios, kemur inná.
79. James Milner að koma inná fyrir Sergio Agüero hjá Manchester City.
74. Royston Drenthe að koma inná fyrir Phil Neville hjá Everton. Drenthe skoraði í síðasta leik liðsins gegn Wigan.
69. David Silva á skot í stöng eftir skot nánast frá vítapunktinum og leikmenn Everton náðu síðan að bjarga í horn.
68. MARK! Mario Balotelli skorar! Nýkominn inná sem varamaður fékk hann sendingu frá Sergio Agüero en hann átti þverhlaup fyrir framan vörn Everton og skildi boltann eftir fyrir Balotelli. Hann lét vaða á markið fyrir utan vítateiginn miðjann og boltinn fór af Phil Jagielka og í netið.
66. Luis Saha að koma inná fyrir Tim Cahill sem meiddist eftir samkipti sín við Vincent Kompany. Cahill fékk engu að síður gult spjald fyrir vikið enda fór hann af hörku í tæklingu á Kompany.
66. Hörkuskot frá Samir Nasri fyrir utan vítateig en Tim Howard varði í horn.
60. Mario Balotelli að koma inná fyrir Edin Dzeko.
54. Leikmenn Everton þora að fara aðeins framar á völlinn í síðari hálfleik og það skilaði sér í ágætum skalla Tim Cahills eftir sendingu frá Coleman frá hægri. Hann þurfti hinsvegar að teygja sig í boltann og boltinn fór rétt yfir markið. Það ætti að sama skapi að gefa leikmönnum City meira pláss í sóknarleiknum.
46. Seinni hálfleikur er hafinn.
45. Hálfleikur - Það hefur slétt ekkert verið að gerast í sóknarleik Everton í fyrri hálfleik en varnarleikur þeirra hefur gengið fullkomlega upp. Það er þó spurning hvort og þá hversu lengi gestnirnir halda út að spila með alla fyrir aftan miðjuhringinn. Roberto Mancini þarf að finna svör ef hann ætlar sér þrjú stig.
35. Agüero á fínt skot frá vítateigshorninu vinstra megin en Tim Howard ver mjög vel í horn. Það eru heimamenn sem sækja en Everton liggur mjög til baka.
31. Á meðan mörkunum rignir ekki inn þá eru það gulu spjöldin sem eru áberandi. Nú fer Yaya Touré í bókina hjá Howard Webb sem hefur líklega ekki lyft spjaldinu í síðasta skiptið í þessum leik. Engin hættuleg færi hafa enn litið dagsins ljós.
30. Þriðja gula spjaldið á leikmenn Everton og nú er það Leon Osman sem fær það fyrir brot á miðjum vellinum.
25. Tveir leikmenn Everton hafa fengið gul spjöld það sem af er, þeir Jack Rodwell og Phil Neville.
18. Agüero með skot rétt yfir markið. Hann bjó sér til fínt pláss með marga varnarmenn Everton í kringum sig. Þá þarf Yaya Touré að láta huga að meiðslum en getur líklega haldið áfram.
10. Everton byrjaði leikinn vel og sótti stíft en varnarmistök Phil Jagielka urðu nánast til þess að Edin Dzeko kæmi þeim ljósbláu yfir. Jagielka var hinsvegar fljótur að leiðrétta mistökin og komst í milli áður en Dzeko komst framhjá Tim Howard.
1. Leikurinn er hafinn.
Lið Man City: Hart, Richards, Kompany, Lescott, Clichy, Nasri, Barry, Touré Yaya, Silva, Dzeko, Aguero.
Varamenn: Pantilimon, Zabaleta, Milner, Kolarov, Savic, Tévez, Balotelli.
Lið Everton: Howard, Hibbert, Jagielka, Distin, Baines, Neville, Fellaini, Rodwell, Osman, Coleman, Cahill.
Varamenn: Mucha, Heitinga, Biljaletdinov, Saha, Drenthe, Stracqualursi, Vellios.