Lampard óánægður

Frank Lampard á bekknum í leiknum gegn Swansea á laugardaginn.
Frank Lampard á bekknum í leiknum gegn Swansea á laugardaginn. Reuters

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur sagt Frank Lampard að hann verði að berjast fyrir sæti sínu í liðinu eins og aðrir leikmenn liðsins. Lampard var á varamannabekk Chelsea í leiknum á móti Swansea á laugardaginn. Hann var ekki ánægður og yfirgaf varamannabekkinn og fór inn í búningsklefann áður en flautað var til leiksloka.

Sögusagnir fóru á kreik í gær um að Lampard vilji nú komast í burtu frá Chelsea-liðinu en hann var tekinn af velli í hálfleik í ósigri Chelsea á móti Manchester United á dögunum. Hann hefur byrjað á bekknum hjá Chelsea í þremur af síðustu fjórum leikjum liðsins og er allt annað en sáttur með gang mála

„Þetta eru bara sögusagnir. Frank er frábær leikmaður sem verður kominn aftur í liðið fljótlega. Fyrr en margir halda,“ sagði Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea.

Lampard, sem er 33 ára gamall, kom til Chelsea frá West Ham fyrir tíu árum og hefur verið í lykilhlutverki hjá Lundúnaliðinu mörg undanfarin ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert