Warnock vill Tévez úr landi

Neil Warnock lætur Carlos Téves heyra það.
Neil Warnock lætur Carlos Téves heyra það. Reuters

Neil Warnock, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins QPR, segir að því fyrr sem Carlos Tévez ,leikmaður Manchester City, fari frá Bretlandi fyrir fullt og allt, því betra. Hann fer hörðum orðum um Tévez sem komst í fréttirnar í vikunni þegar hann neitaði að koma inn á í leik gegn Bayern í Meistaradeildinni.

Síðan þá hefur hver á fætur öðrum tjáð sig um málið en fáir hafa gengið eins langt og Warnock gerði. „Því fyrr sem hann fer frá landinu því betra. Ég get ekki séð að þetta verði leyst með því að hann verði áfram. Tveggja vikna bann er hneyksli. Eftir nokkra mánuði verður hann farinn að kyssa eitthvert annað merki,“ sagði Warnock við breska ríkisútvarpið, BBC.

Warnock vill að Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, bregðist við og að afleiðingar fyrir þá  leikmenn sem ólhlýðnast knattspyrnustjórum sínum á þennan hátt sem Teves er sagður hafa gert, verði meiri. „Þeir verða að gera eitthvað, því tveggja vikna bann er hneyksli fyrir atvik eins og þetta,“ sagði Warnock og bætti við að hann ætti að fara í bann fram í janúar í það minnsta.

Þá telur hann svimandi há laun valda því að leikmenn öðlist valdið. „Þegar einhver sem fær svona há laun hugsar um að gera það sem hann gerði er það virðingarleysi, burt séð frá því hvernig þér semur við knattspyrnustjórann. Því miður þá eru það leikmenn sem hafa alla ásana í erminni.“

Carlos Téves leið greinilega vel á bekknum gegn Bayern - …
Carlos Téves leið greinilega vel á bekknum gegn Bayern - kannski of vel! Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert