Tottenham vann grannaslaginn

Kyle Walker fagnar sigurmarki sínu ásamt stuðningsmönnum Tottetnham.
Kyle Walker fagnar sigurmarki sínu ásamt stuðningsmönnum Tottetnham. Reuters

Tottenham kom sér betur fyrir í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með því að sigra erkifjendurna í Arsenal, 2:1, á White Hart Lane í Norður-London í dag.

Rafael van der Vaart og Kyle Walker skoruðu fyrir Tottenham en Aaron Ramsey fyrir Arsenal.

Tottenham er nú í 6. sæti deildarinnar með 12 stig og á leik til góða á öll liðin sem eru ofar á töflunni. Arsenal situr hinsvegar eftir í 15. sætinu og hefur nú tapað fjórum af fyrstu sjö leikjunum. Það sér því ekki fyrir endann á erfiðri byrjun Arsene Wengers og lærisveina hans í deildinni á þessu tímabili.

Fylgst var með slag erkifjendanna hér á mbl.is.

73. MARK - 2:1. Kyle Walker kemur Tottenham yfir á ný með þrumuskoti af 25 metra færi. Óvænt skot og Szczesny í marki Arsenal hefði líklega átt að gera betur.

51. MARK - 1:1. Arsenal er búið að jafna metin eftir kröftuga byrjun á seinni hálfleik. Alex Song veður upp vinstra megin og sendir inná markteiginn þar sem Aaron Ramsey kemur á ferðinni og hamrar boltann uppí þaknetið.

45. HÁLFLEIKUR - Fyrri hlutanum lokið á White Hart Lane en nóg eftir. Rafael van der Vaart skoraði í fimmta sinn gegn Arsenal, og svo mun hann hafa skorað 10.000. markið í sögu Tottenham, samkvæmt tölfræðingum félagsins.

40. MARK - 1:0. Rafael van der Vaart kemur Tottenham yfir, 1:0. Góð sókn þar sem Jermain Defoe sendir á Emmanuel Adabayor, og hann áfram á van der Vaart. Hollendingurinn tekur boltann niður og neglir honum í vinstra hornið.

30. Staðan er 0:0 á White Hart Lane og færin hafa ekki  verið mörg. Gervinho fékk það besta á 29. mínútu þegar hann skaut framhjá marki Tottenham úr dauðafæri.

Tottenham er í 8. sæti deildarinnar með 9 stig en hefur aðeins spilað 5 leiki. Arsenal er í 14. sætinu með 7 stig eftir 6 leiki.

Tottenham: Friedel; Walker, Kaboul, King, Assou-Ekotto; Van der Vaart, Parker, Modric, Bale; Adebayor, Defoe.
Varamenn: Cudicini, Bassong, Corluka, Livermore, Sandro, Giovani, Pavlyuchenko.

Arsenal: Szczesny, Sagna, Mertesacker, Song, Gibbs, Coquelin, Arteta, Ramsey, Walcott, Gervino, Van Persie.
Varamenn: Fabianski, Andre Santos, Jenkinson, Frimpong, Arshavin, Benayoun, Park.

Emmanuel Adebayor með boltann í leiknum í dag.
Emmanuel Adebayor með boltann í leiknum í dag. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert