Arsenal og Tottenham sammála

Leikmenn Arsenal fagna marki sínu í leiknum í gær.
Leikmenn Arsenal fagna marki sínu í leiknum í gær. Reuters

Ensku grannliðin og erkifjendurnir Arsenal og Tottenham hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu vegna framkomu stuðningsmanna beggja liða á leik þeirra á White Hart Lane, heimavelli Tottenham, í gær.

Þar varð m.a. Emmanuel Adebayor, framherji Tottenham, fyrir aðkasti frá stuðningsmönnum Arsenal, sem hann lék áður með, og báðir knattspyrnustjórarnir, Arsene Wenger og Harry Redknapp, fengu það óþvegið frá hópum stuðningsmanna liðanna.

Í yfirlýsingunni segir: „Bæði  félög eru gífurlega vonsvikin vegna þess sem heyrðist frá stuðningsmönnum á leiknum í gær. Hvorugt félagið samþykkir ljótan munnsöfnuð, kynþáttaníð, niðrandi orð um kynhneigð eða nokkra aðra andfélagslega hegðun stuðningsmanna sinna. Félögin munu hafa með sér nána samvinnu um að finna þá einstaklinga sem þarna áttu í hlut."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert