Ferguson: Dauðadómur að hætta við fall

Alex Ferguson.
Alex Ferguson. Reuters

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að hugmyndir um að lið muni ekki falla úr ensku úrvalsdeildinni séu fáránlegar og myndu ganga af mörgum félögum dauðum.

„Ef við horfum á 1. deildina eins og hún er núna, eru þar að minnsta kosti átta félög með  mikla sögu og meistaratitla. Hvað eigum við að segja við þessi átta félög? Að þau geti aldrei leikið í úrvalsdeildinni? Þetta væri dauðadómur fyrir afganginn af deildakeppninni og sérstaklega fyrir félögin í 1. deild. Það væri eins hægt að læsa og slökkva ljósin. Félög eins og Nottingham Forest, Leeds, Sheffield United og Sheffield Wednesday voru sterk í gömlu 1. deildinni á sínum tíma. Þessi félög og fleiri verða að geta haft metnað og drauma um að komast aftur í úrvalsdeildina,“ sagði Ferguson við Sky Sports.

Erlendir eigendur nokkurra félaga í ensku úrvalsdeildinni hafa látið í ljós óskir um að keppnisfyrirkomulagi verði breytt og lið geti ekki fallið úr deildinni, eins og tíðkast í mörgum greinum í Bandaríkjunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert