City niðurlægði meistarana á Old Trafford

Rio Ferdinand og Mario Balotelli.
Rio Ferdinand og Mario Balotelli. Reuters

Manchester City niðurlægði Englandsmeistara Manchester United þegar liðin áttust við í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. City vann stórsigur, 6:1, og náði fimm stiga forskoti á United á toppi deildarinnar. Þar með tapaði Manchester United sínum fyrsta leik á Old Trafford í 38 leikjum í öllum keppnum. Arsenal vann góðan sigur á Stoke, 3:1, og Everton hafði betur á móti Fulham á útivelli, 3:1.

14.24 MARK!! Everton var að tryggja sér 3:1 sigur gegn Fulham. Louis Saha og Jack Rodwell skoruðu tvö mörk á lokamínútunum.

14.22 MARK!! Staðan er orðin 6:1 á Old Trafford. Dzeko var að skora sitt annað mark. Þvílík martröð hjá meisturunum.

14.19 MARK!! Staðan er orðin 5:1. Spænski snillurinn David Silva skoraði með því að skjóta boltanum á milli fóta landa síns, David de Gea. Manchester borg verður málum ljósbláum litum í kvöld.

14.18 - MARK!! Manchester City er að niðurlægja meistarana. Varamaðurinn Edin Dzeko var að koma City í 4:1 með skoti af stuttu færi.

14.11 - MARK!! Robin van Persie er gulls ígildi fyrir Arsenal. Hann er búinn að skora sitt annað mark og Arsenal er 3:1 yfir gegn Stoke.

14.09 MARK!! Englandsmeistararnir eru að minnka muninn í 3:1. Darren Fletcher skoraði glæsilegt mark með hnitmiðuðu skoti frá vítateigslínunni.

14.02 MARK!! Hver annar en Robin van Persie er búinn að skora fyrir Arsenal. Hollendingurinn byrjaði á bekknum en hann kom inn á í seinni hálfleik og var að koma Arsenal í 2:1 gegn Stoke.

13.57 - MARK!! City er að slátra Englandsmeisturunum. Sergio Agüero var að koma liðinu í 3:0 eftir enn eina frábæru sóknina. Dagskránni er lokið á Old Trafford. City er að ná fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar.

13.55 - MARK!! Bryan Ruiz var að jafna metin fyrir Fulham gegn Everton á Craven Cottage. Staðan er 1:1.

13.48 MARK!! Mario Balotelli er búinn að koma City í 2:0. Balotelli skoraði af stuttu færi eftir frábæran undirbúning frá David Silva og James Milner.

13.43 - Ashley Young fékk gott tækifæri en skot hans var misheppnað.

13.35 - Rautt spjald!! Jonny Evans er rekinn af velli fyrir brot á Balotelli sem var að sleppa einn í gegn. Réttur dómur hjá Mark Clattenburg.

13.33 - Seinni hálfleikur er hafinn á Old Trafford. Engar breytingar voru gerðar á liðunum. Fram undan eru spennandi 45 mínútur.

13.18 - Hálfleikur á Craven Cottageg og Emirates. Staðan er 1:1 í leik Arsenal og Stoke og Everton er 1:0 yfir gegn Fulham.

13.17 - Flautað til leikhlés á Old Trafford þar sem Manchester City er 1:0 yfir gegn meisturum Manchester United.

13.05 - MARK!! Stoke var ekki lengi að jafna metin gegn Arsenal á Emirates Stadium. Peter Crouch skoraði eftir sendingu frá Jonathan Walters.

12.58 - MARK!! Arsenal er komið í 1:0 gegn Stoke með marki frá Gervinho. Þar með er búið að skora mörk í öllum leikjum dagsins.

12.53 - MARK!! Manchester City er komið yfir á  Old Trafford. Ítalska vandræðabarnið Mario Balotelli skoraði með hnitmiðuðu innanfótarskoti eftir að hafa fengið sendingu frá James Milner. Balotelli fékk gult spjald fyrir að sýna hlýrabolinn.

12.38 - United byrjar betur í grannaslagnum en engin færi hafa litið dagsins ljós enn sem komið er.

12.34 - MARK!! Everton er komið yfir gegn Fulham á Craven Cottage. Royston Drenthe skoraði markið.

12.30 - Flautað er til leiks í leikjunum þremur. Spennan á Old Trafford er mikil og rafmögnuð stemning. Mark Clattenburg dæmir grannaslaginn.

Man Utd - Man City, 1:6 (leik lokið)

Man Utd: De Gea, Smalling, Ferdinand, Evans, Evra, Nani, Fletcher, Anderson, Young, Rooney, Welbeck. Varamenn: Lindegaard, Jones, Berbatov, Park, Hernandez, Fabio Da Silva, Valencia.

Man City: Hart, Richards, Kompany, Lescott, Clichy, Toure Yaya, Barry, Milner, Silva, Balotelli, Aguero. Varamenn: Pantilimon, Zabaleta, Dzeko, Kolarov, Nasri, Toure, De Jong.

Arsenal - Stoke, 3:1 (leik lokið)

Arsenal: Szczesny, Djourou, Mertesacker, Koscielny, Andre Santos, Walcott, Song, Arteta, Ramsey, Gervinho, Chamakh. Varamenn: Fabianski, Rosicky, Park, van Persie, Arshavin, Frimpong, Benayoun.

Stoke: Begovic, Wilkinson, Shawcross, Upson, Wilson, Whitehead, Delap, Whelan, Etherington, Walters, Crouch. Varamenn: Sorensen, Huth, Jones, Diao, Shotton, Jerome, Palacios.

Fulham - Everton, 1:3 (leik lokið)

Fulham: Schwarzer, Grygera, Baird, Hangeland, Riise, Dembele, Sidwell, Murphy, Dempsey, Zamora, Johnson. Varamenn: Etheridge, Kelly, Ruiz, Duff, Hughes, Etuhu, Frei.

Everton: Howard, Hibbert, Jagielka, Distin, Baines, Osman, Rodwell, Neville, Drenthe, Fellaini, Vellios. Varamenn: Mucha, Heitinga, Bilyaletdinov, Saha, Stracqualursi, Cahill, Coleman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert