Villas-Boas vandaði Foy ekki kveðjurnar

Chris Foy rekur hér Didier Drogba af velli.
Chris Foy rekur hér Didier Drogba af velli. Reuters

Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, var mjög ósáttur við dómarann Chris Foy en hann dæmdi viðureign QPR og Chelsea í dag þar sem nýliðarnir unnu 1:0 sigur með marki frá Heiðari Helgusyni.

Villas-Boas lét Foy heyra það eftir leikinn og portúgalski knattspyrnustjórinn gæti fengið refsingu frá enska knattspyrnusambandinu.

,,Ég talaði við hann eftir leikinn og ég var mjög ágengur við hann og mér er alveg sama hvað honum finnst. Allir geta átt slæman dag en hann var það ekki fyrir okkur. Þetta var góður dagur fyrir okkur en slæmur fyrir dómarann,“ sagði Villas-Boas eftir leikinn.

Tveir leikmenn Chelsea voru sendir af velli í fyrri hálfleik og sjö aðrir leikmenn liðsins fengu að líta gula spjaldið.

,,Nokkrar ákvarðanir dómarans hvað gulu spjöldin varðar voru réttar en dómarinn tók öðru vísi á okkur en mótherjunum og það get ég ekki sætt mig við. Þrátt fyrir tapið er ég stoltur af mínu liði,“ sagði Villas-Boas.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert