Tekur O'Neill aftur við Leicester?

Martin O'Neill.
Martin O'Neill. Reuters

Samkvæmt veðbönkum þykir Martin O'Neill líklegastur til að taka við knattspyrnustjórastarfinu hjá Leicester City sem í gær rak Svíann Sven-Göran Eriksson úr starfi.

O'Neill er öllum hnútum kunnugur hjá Leicester en hann stýrði liðinu með góðum árangri frá 1995 til 2000 og meðal þeirra leikmanna sem léku með liðinu undir hans stjórn var Arnar Gunnlaugsson.

Aðrir sem hafa orðaðir við stjórastarfið hjá Leicester eru: Makh Hughes, Billy Davies, Roy Keane og Alan Shearer.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert