Terry spilar á móti Arsenal

John Terry.
John Terry. Reuters

Vangaveltur voru um það í ensku blöðunum í morgun um það hvort Andre Villas- Boas muni tefla fyrirliðanum John Terry fram í leiknum gegn Arsenal á morgun eftir þá umræðu sem skapaðist eftir leik Chelsea og QPR um síðustu helgi þar sem Terry hefur verið sakaður um kynþáttarníð.

Villas-Boas segist ekki hafa áhyggjur af því að hugur Terry sé ekki rétt stemmdur en stjórinn og félagið hafa lýst yfir fullum stuðningi við fyrirliðann. Það var Anton Ferdinand leikmaður QPR sem sakaði Terry um kynþáttarníð en Terry hefur neitað þeim ásökunum.

,,Ég sé enga ástæðu fyrir því að tefla honum ekki fram,“ sagði Villas-Boas en hans menn töpuðu óvænt fyrir nýliðum QPR um síðustu helgi þar sem Heiðar Helguson skoraði eina mark leiksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert