Senegalinn Demba Ba var maður kvöldins á Britannia vellinum í Stoke í kvöld þegar Newcastle bar sigurorð af Stoke, 3:1, í lokaleiknum í 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Ba skoraði öll mörk Newcastle í leiknum sem er enn taplaust í deildinni og er í þriðja sæt, stigi á eftir Manchester United.
90. Flautað til leiksloka. Newcastle fagnar sigri, 3:1.
80. MARK!! Demba Ba var að fullkoma þrennuna. Hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu sem dæmd var á Robert Huth fyrir brot á Leon Best. Newcastle er þar með komið í 3:1.
74. MARK!! Stoke er ekki búið að gefast upp. Jonathan Walters skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var á Demba Ba fyrir brot á Peter Crouch.
70. Stoke hefur sótt meira í seinni hálfleiknum en leikmenn Newcastle hafa varist vel eins og þeir hafa reyndar gert allt tímabilið. Newcastle hefur fengið fæst mörk á sig allra liða í deildinni.
45. Flautað til leikhlés. Newcastle er í góðum málum en liðið er 2:0 yfir með tveimur mörkum frá Senegalanum Demba Ba.
39. MARK!! Newcastle er í góðum málum á Britannia því Demba Ba var að skora sitt annað mark og koma Newcastle í 2:0. Það stefnir allt í að Newcastle tyllti sér í þriðja sæti deildarinnar.
12.MARK!! Newcastle er komið yfir á Britannia. Demba Ba skoraði með skalla eftir góða fyrirgjöf frá Gabriel Obertan.
Stoke: Begovic, Wilkinson, Shawcross, Woodgate, Wilson, Pennant, Delap, Whelan, Etherington, Walters, Crouch. Varamenn: Sorensen, Huth, Jones, Whitehead, Upson, Jerome, Palacios.
Newcastle: Krul, Simpson, Steven Taylor, Coloccini, Ryan Taylor, Obertan, Guthrie, Cabaye, Gutierrez, Best, Ba. Varamenn: Elliot, Santon, Ben Arfa, Perch, Gosling, Marveaux, Sammy Ameobi.