Lars Lagerbäck, nýr landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, var á meðal áhorfenda á leik Tottenham og QPR í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem Heiðar Helguson var á ferðinni og lagði meðal annars upp mark QPR í 3:1-tapi. Heiðar, sem er 34 ára gamall, gaf það út í síðasta mánuði að hann væri hættur með landsliðinu en Svíinn Lagerbäck var mættur til að freista þess að snúa þeirri ákvörðun, án árangurs.
„Ég hitti hann þarna í göngunum og talaði aðeins við hann. Við ræddum málin í einhverjar fimm mínútur, bæði um leikinn og svo landsliðið, en hann setti ekki neina pressu á mig,“ sagði Heiðar sem hefur ekki skipt um skoðun varðandi landsliðið.
Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.