Tévez hyggst kæra Graeme Souness

Graeme Souness.
Graeme Souness. Reuters

Carlos Tévez hyggst kæra Graeme Souness, fyrrum landsliðsmann Skota og m.a. leikmann og síðar knattspyrnustjóra Liverpool, fyrir ummæli í sín garð eftir atvikið fræga í München þar sem Tévez tók ekki þátt í leiknum við Bayern, einhverra hluta vegna.

Tévez hefur þráfaldlega hafnað þeim orðum Robertos Mancinis knattspyrnustjóra City að hann hafi neitað að fara inná í leiknum. Rannsókn innanfélags hjá City renndi engum stoðum undir þau orð stjórans en Tévez var hinsvegar sakaður um að hafa neitað að hita upp.

Souness fór hörðum orðum um Tévez á Sky Sports þar sem hann starfar sem álitsgjafi.

„Ég trúi þessu ekki. Er hægt að vera svona eigingjarn? Tévez er skemmt epli. Hann gæti eyðilagt alla þá góðu vinnu sem hefur átt sér stað hjá City. Hann er fótboltanum til skammar. Hann endurspeglar einmitt það sem fólkið á götunni finnst um nútíma knattspyrnu. Þetta er algjörlega óásættanlegt. Hann er fótboltamaður og fær greitt fyrir að spila," sagði Souness.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert