Ameobi valinn í enska hópinn sem mætir Íslendingum

Aron Jóhannsson í baráttu við Martin Kelly í leik Íslands …
Aron Jóhannsson í baráttu við Martin Kelly í leik Íslands og Englands á Laugardalsvellinum í síðasta mánuði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sammy Ameobi, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle  og yngri bróðir Tomi Ameobi, sem lék með BÍ/Bolungarvík í sumar, hefur verið kallaður inn í enska U21 ára landsliðið sem mætir Íslendingum í undankeppni EM í knattspyrnu Colchester á fimmtudaginn.

Stuart Pearce þjálfari Englendinga þurfti að gera þrjár breytingar á leikmannahópnum sem hann valdi í síðustu viku. Connor Wickham og Alex Nimely hafa helst úr lestinni vegna meiðsla og Jack Rodwell var kallaður inn í A-landsliðshópinn.

Í stað þeirra valdi Pearce þá Ameobi, Joe Bennett, varnarmann frá Middlesbrough, og Will Keane, sem er á mála hjá Manchester United.

Englendingar lögðu Íslendinga í fyrri leiknum á Laugardalsvelli fyrir mánuði síðan, 3:0. Englendingar eru með 9 stig í riðlinum og tróna í efsta sæti en Íslendingar hafa 3 stig eftir þrjá leiki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert