Fimm marka tap í Colchester

Dofri Snorrason í baráttu við Jordan Henderson.
Dofri Snorrason í baráttu við Jordan Henderson. mbl.is/Ómar

Englendingar skoruðu þrívegis á lokamínútunum og unnu þar með stórsigur á Íslendingum, 5:0, í undankeppni Evrópumóts 21-árs landsliða karla í knattspyrnu í Colchester í kvöld.

Staðan var 1:0 í hálfleik eftir mark frá Marvin Sordell rétt fyrir hlé. Martin Kelly kom Englandi í 2:0 á 58. mínútu en í lokin komu þrjú ensk mörk, Gary Gardner skoraði tvö þeirra og Craig Dawson eitt.

England er með yfirburðastöðu í riðlinum eftir fjórar umferðir og er með 12 stig. Noregur er með 7, Belgía 5, Ísland 3 og Aserbaídsjan eitt stig.

Lið Íslands: Arnar Darri Pétursson - Jóhann Laxdal, Hólmar Örn Eyjólfsson (fyrirliði), Eiður Aron Sigurbjörnsson, Kristinn Jónsson - Dofri Snorrason, Guðlaugur Victor Pálsson, Finnur Orri Margeirsson, Björn Daníel Sverrisson, Jóhann Berg Guðmundsson - Aron Jóhannsson.
Varamenn: Ásgeir Þór Magnússon (m), Rúnar Már Sigurjónsson, Hlynur Atli Magnússon, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Guðmundur Þórarinsson, Kristinn Steindórsson, Jón Daði Böðvarsson.

Lið Englands: Jack Butland - Adam Smith, Nathaniel Clyne, Jason Lowe, Martin Kelly, Craig Dawson, Alex Oxlade-Chamberlain, Jordan Henderson fyrirliði, Marvin Sordell, Josh McEachran, Nathan Delfouneso.
Varamenn: Ben Amos, Lewis Dunk, Gary Gardner, Jacob Butterfield, Thomas Carroll, William Keane, Sammi Ameobi.

England U21 5:0 Ísland U21 opna loka
90. mín. Gary Gardner (England U21) skorar 4:0 - Stórglæsilegt mark, beint úr aukaspyrnu af 20 metra færi, hreinlega beint í markvinkilinn vinstra megin. Gjörsamlega óverjandi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert