Zidane bestur í sögu Meistaradeildarinnar

Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane. Reuters

Frakkinn Zinedine Zidane er besti leikmaðurinn í sögu Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en í nýjasta tímariti Meistaradeildarinnar, sem UEFA gefur út, eru birt nöfn þeirra 50 bestu.

Zidane gerði garðinn frægan með Real Madrid og skoraði frábært sigurmark þegar Madridarliðið tryggði sér sigur í Meistaradeildinni árið 2002 með sigri gegn þýska liðinu Bayer Leverkusen. Hann lagði skóna á hilluna eftir HM 2006.

Ryan Giggs úr Manchester United er efstur á lista breskra knattspyrnumanna en Giggs er í 6. sætinu og Steven Gerrard er í 10. sæti.

20 bestu leikmennirnir í sögu Meistaradeildarinnar, sem er 20 ára gömul, eru:

1. Zinedine Zidane
2. Lionel Messi
3. Paolo Maldini
4. Xavi Hernandez
5. Raúl Gonzalez
6. Ryan Giggs
7. Clarence Seedorf
8. Luis Figo
9. Samuel Eto'o
10. Steven Gerrard
11. Andrés Iniesta
12. Oliver Kahn
13. Andrei Shevchenko
14. Paul Scholes
15. Javier Zanetti
16. Alessandro Del Piero
17. Iker Casillas
18. David Beckham
19.T hierry Henry
20. Cristiano Ronaldo

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert