Dalglish: Góður dagur fyrir Liverpool

Kenny Dalglish fagnar í leikslok á Stamford Bridge.
Kenny Dalglish fagnar í leikslok á Stamford Bridge. Reuters

Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, hrósaði liðsmönnum sínum fyrir mikla baráttu þegar liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Chelsea á Stamford Bridge í kvöld. Dalglish hefur haft gott tak á Chelsea en í tólf leikjum sem hann hefur stjórnað liði sínu gegn Lundúnaliðinu hefur hann aldrei tapað.

,,Ég verð að hrósa leikmönnum sínum fyrir að taka þrjú stig héðan. Í fyrri hálfleik skoruðum við gott mark og lékum virkilega vel. Chelsea komst betur inn í leikinn í seinni hálfleik og jafnaði metin snemma leiks. Það lá töluvert á okkur eftir markið en við náðum að hanga á þessu og það var frábært að sjá bakvörðinn okkar skora sigurmarkið. Þetta var góður dagur fyrir Liverpool,“ sagði Dalglish eftir leikinn en hann fagnaði einnig á Stamford Bridge á síðustu leiktíð.

Með sigrinum komst Liverpool upp að hlið Chelsea, Arsenal og Tottenham. Öll eru liðin með 22 stig, Newcastle er með 25, Manchester United 29 og Manchester City er efst með 34 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert