Aðeins níu leikmenn hafa skorað fleiri mörk en Heiðar Helguson í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Heiðar skoraði tvö mörk í 3:2 sigri QPR á Stoke í gær og hefur þar með skorað 5 mörk og þau hafa komið í síðustu 5 leikjum. Hollendingurinn Robin Van Persie er markahæstur.
Van Persie skoraði bæði mörk Arsenal í 2:1 sigri liðsins á Norwich í gær og hann hefur þar með skorað 13 mörk í deildinni og 31 mark talsins á árinu 2011 en aðeins fjórir leikmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hafa afrekað það, Alan Shearer, Thierry Henry, Ruud van Nistelrooy og Les Ferdinand.
Þessir eru markahæstir:
13 - Robin van Persie, Arsenal
10 - Sergio Agüero, Man City
10 - Edin Dzeko, Man City
9 - Wayne Rooney, Man Utd
8 - Demba Ba, Newcastle
6 - Frank Lampard, Chelsea
6 - Ivan Klasnic, Bolton
6 - Rafael van der Vaart, Tottenham
6 - Mario Balotelli, Man City
5 - Heiðar Helguson, QPR
5 - Darren Bent, Aston Villa
5 - Yakubu, Blackburn
5 - Gabriel Agbonlahor, Aston Villa
5 - Javier Hernandez, Man Utd