Liverpool, Cardiff og City fóru áfram

Alex Oxlade-Chamberlain og Pablo Zabaleta í baráttunni á Emirates í …
Alex Oxlade-Chamberlain og Pablo Zabaleta í baráttunni á Emirates í kvöld. Reuters

Liverpool, Cardiff City og Manchester City eru komin í undanúrslit í ensku deildabikarkeppninni og það ræðst síðan annað kvöld hvort það verður Manchester United eða Crystal Palace sem verður fjórða liðið í undanúrslitunum.

Chelsea - Liverpool, 0:2 (leik lokið)

Cardiff - Blackburn, 2:0 (leik lokið)

Arsenal - Man City, 0:1 (leik lokið)

Bein lýsing:

21.55 - Manchester City er komið í undanúrslitin eftir 1:0 sigur á Arsenal.

21.46 - MARK!! Manchester City er komið yfir á móti Arsenal. Eftir frábæra skyndisókn skoraði Argentínumaðurinn Sergio Agüero.

21.44 - Liverpool bar sigurorð af Chelsea í annað sinn á 10 dögum á Brúnni. Lokatölur, 2:0.

21.43 -  Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í Cardiff eru komnir í undanúrslitin eftir 2:0 sigur á Blackburn.

21.35 - Það stefnir allt í að Liverpool og Cardiff séu á leið í undanúrslitin. Á Emirates er 0:0 hjá Arsenal og Manchester City þegar um 20 mínútur eru eftir.

21.34 - Margir stuðningsmenn Chelsea hafa yfirgefið völlinn þrátt fyrir að um átta mínútur séu til leiksloka. Sæti Andre Villas-Boas, stjóra Chelsea, er svo sannarlega farið að hitna.

21.13 - Mata og Anelka eru komnir inná í lið Chelsea.

21.12 - MARK!! Liverpool er komið í 2:0. Martin Kelly skallar í netið af stuttu færi eftir aukaspyrnu frá Craig Bellamy. Fyrsta mark bakvarðarins unga.

21.07 - MARK!! Liverpool er komið yfir á Brúnnu. Eftir vel útfærða skyndisókn skoraði Maxi Rodriguez af stuttu færi eftir góða fyrirgjöf frá Bellamy. Maxi skoraði líka þegar Liverpool lagði Chelsea að velli í úrvalsdeildinni fyrir tíu dögum.

21.02 - Minnstu munaði að Chelsea kæmist yfir en eftir aukaspyrnu frá Lampard náði Malouda að koma skoti að marki og boltinn skoppaði í slánna.

20.59 - Cardiff var að komast í 2:0 gegn Blackburn með marki frá Anthony Gerrard. Verði þetta úrslitin má telja víst að dagar Steve Keanst, stjóra Blackburn, séu taldir.

20.50 - Hálfleikur á Emirates þar sem staðan er, 0:0.

20.38 - Roberto Mancini, stjóri City, gerði taktíska breytingu. Kolarov fór að velli en Sergio Agüero er kominn inná.

20:37 - Flautað til leikhlés á Stamford Bridge. Staðan er, 0:0

20.36 - Hálfleikur í viðureign Cardiff og Blackburn þar sem Cardiff er 1:0 yfir.

20.35 - Lukako var nálægt því að skora fyrir Chelsea en skalli Belgans unga fór rétt framhjá. Fyrsta færi heimamanna í leiknum.

20.30 - Það er enn markalaust á Emirates þar sem Arsenal hefur verið heldur sterkari aðilinn.

20.20 - Liverpool hefur verið sterkari aðilinn á Brúnni fyrsta hálftíma leiksins.

20.15 - Pantilimon, Rúmeninn í marki Manchester City, bjargaði vel skoti frá Park af stuttu færi.

20.08 - VÍTI varið!! Ross Turnbull varði vítaspyrnu frá Andy Carroll sem dæmd var á Alex fyrir að handleika boltann. Alex fékk gult spjald og þar með eru báðir miðverðir Chelsea komnir með áminningu.

20.06 - Cardiff er komið í 1:0 gegn Blackburn með marki frá Kenny Miller eftir sendingu frá Aroni Einari Gunnarssyni.

20.00 - Viðureign Arsenal og Manchester City á Emirates Stadium er hafin.

19:52 - David Luiz miðvörður Chelsea féll í vítateig Liverpool. Hann heimtaði vítaspyrnu en Phil Dowd var á öðru máli og spjaldaði Brasilíumanninn fyrir leikaraskap.

19.45 - Flautað til leiks í viðureign Chelsea og Liverpool og Cardiff og Blackburn.

19:40 - Verði jafnt í leikjunum eftir venjulegan leiktíma verður framlengt í 2x15 mínútur. Verði enn eftir framlenginguna verður gripið til vítaspyrnukeppni.

19.30 - Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hefur haft gott tak á Chelsea en í þeim 12 leikjum sem hann hefur stjórnað Liverpool gegn Chelsea hefur hann aldrei tapað.

Chelsea - Liverpool, 0:0

Chelsea: Turnbull, Bosingwa, Luiz, Alex, Bertrand, Lampard, Romeu, McEachran, Malouda, Torres, Lukaku. Varamenn: Hilario, Ivanovic, Ramires, Mata, Ferreira, Kalou, Anelka.

Liverpool: Reina, Kelly, Carragher, Coates, Jose Enrique, Henderson, Lucas, Spearing, Maxi, Bellamy, Carroll. Varamenn: Doni, Suarez, Kuyt, Downing, Adam, Skrtel, Flanagan.

Arsenal - Man City, 0:0

Arsenal: Fabianski, Djourou, Koscielny, Squillaci, Miquel, Oxlade-Chamberlain, Coquelin, Frimpong, Benayoun, Park, Chamakh. Varamenn: Mannone, Vermaelen, Arshavin, Gervinho, Eastmond, Ozyakup, Yennaris.

Man City: Pantilimon, Zabaleta, Toure, Onuoha, Savic, Hargreaves, De Jong, Johnson, Nasri, Kolarov, Dzeko. Varamenn: Taylor, Richards, Bridge, Aguero, Suarez, Rekik, Razak.

Cardiff - Blackburn, 0:0

Cardiff: Heaton, McNaughton, Taylor, Gerrard, Turner, Kiss, Whittingham, Cowie, Conway, Aron Einar, Miller. Varamenn: Marshall, Earnshaw, Quinn, Mason, Blake, McPhail, Ralls.

Blackburn: Bunn, Hanley, Givet, Dann, Lowe, Petrovic, Dunn, Formica, Pedersen, Blackman, Goodwillie. Varamenn: Robinson, Rochina, Yakubu, Vukcevic, Roberts, Anderson, Henley.

Fernando Torres og Sebastian Coates í skallaeinvígi á Brúnni í …
Fernando Torres og Sebastian Coates í skallaeinvígi á Brúnni í kvöld. Reuters
Einnar mínútu þögn var á Emirates til minningar um Gary …
Einnar mínútu þögn var á Emirates til minningar um Gary Speed. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert