Arsenal fagnar um næstu helgi 125 ára afmæli félagsins og af því tilefni ætlar það að reisa styttur af þremur goðsögnum félagsins fyrir utan leikvang þess, Emirates Stadium.
Þeir sem verða þess heiðurs aðnjótandi eru Herbert Chapman, fyrrverandi þjálfari Arsenal, Tony Adams, fyrrverandi fyrirliði liðsins, og franski töframaðurinn Thierry Henry. Stytturnar verða afhjúpaðar á föstudaginn.
Undir stjórn Chapmans vann Arsenal sinn fyrsta Englandsmeistaratitil árið 1931 og lék sama leik árið 1933 en áður hafði Chapman gert Huddersfield að meisturum. Tony Adams var fyrirliði Arsenal þegar félagið hampaði Englandsmeistaratitlinum fimm sinnum og Thierry Henry er markahæsti leikmaður Lundúnaliðsins frá upphafi með 226 mörk.