Manchester United og Manchester City eru bæði úr leik í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu en Basel, Napoli, CSKA Moskva og Lyon eru komin í 16-liða úrslitin eftir lokaumferð riðlakeppninnar í kvöld.
Þetta er í fyrsta skipti síðan 16-liða úrslit voru tekin upp í keppninni sem aðeins tvö ensk lið komast þangað en Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea verða fulltrúar Englands þar.
Basel vann Manchester United, 2:1, í Sviss en United hefði nægt jafntefli til að komast áfram. Marco Streller og Alexander Frei komu Basel í 2:0 en Phil Jones minnkaði muninn fyrir United undir lokin.
Manchester City vann Bayern München, 2:0, með mörkum frá David Silva og Yaya Touré. City þurfti hinsvegar að treysta á að Villarreal tæki stig af Napoli. Það gekk ekki eftir, ítalska liðið skoraði tvisvar í seinni hálfleiknum á Spáni og vann 2:0.
Lyon fór áfram á ævintýralegan hátt og skildi Ajax, lið Kolbeins Sigþórssonar, eftir með sárt ennið. Sjö mörk skildu liðin að fyrir leiki kvöldsins en Ajax tapaði 0:3 heima fyrir Real Madrid og Lyon burstaði Dinamo Zagreb í Króatíu, 7:1, eftir að staðan var 1:1 í hálfleik. Bafetimbi Gomes skoraði 4 mörk fyrir Frakkana í leiknum.
CSKA Moskva komst óvænt áfram með því að vinna Inter 2:1 í Mílanó. Trabzonspor og Lille gerðu 0:0 jafntefli og þar með komust Rússarnir uppfyrir bæði liðin og í 16-liða úrslitin.
Það kemur því í hlut Manchester United, Manchester City, Ajax og Trabzonspor að fara í 32ja liða úrslit Evrópudeildar UEFA eftir áramótin.
Úrslit í leikjunum:
A-RIÐILL:
19.45 Man. City - Bayern München 2:0. LEIK LOKIÐ
(Silva 36., Yaya Touré 52.)
19.45 Villarreal - Napoli 0:2. LEIK LOKIÐ
(Inler 65., Hamsik 76.)
Lokastaðan: Bayern 13, Napoli 11, Manchester City 10, Villarreal 0.
Bayern og Napoli áfram.
B-RIÐILL:
19.45 Inter Mílanó - CSKA Moskva 1:2. LEIK LOKIÐ
(Cambiasso 51. -- Doumbia 50., Berezutski 87.)
19.45 Lille - Trabzonspor 0:0. LEIK LOKIÐ
Lokastaðan: Inter 10, CSKA Moskva 8, Trabzonspor 7, Lille 6.
Inter og CSKA áfram.
C-RIÐILL:
19.45 Basel - Manchester United 2:1. LEIK LOKIÐ
(Streller 9., A. Frei 84. -- Jones 89.)
19.45 Benfica - Otelul Galati 1:0. LEIK LOKIÐ
(Cardozo 7.)
Lokastaðan: Benfica 12, Basel 11, Manchester United 9, Otelul 0.
Benfica og Basel áfram.
D-RIÐILL:
19.45 Ajax - Real Madrid 0:3. LEIK LOKIÐ
(Callejon 14., 90., Higuaín 42.)
19.45 Dinamo Zagreb - Lyon 1:7. LEIK LOKIÐ
(Kovacic 40. -- Gomis 45., 48., 52., 70., Gonalons 48., Lopez 64., Briand 76. Rautt spjald: Leko (Dinamo) 28.)
Lokastaðan: Real Madrid 18, Lyon 8, Ajax 8, Dinamo Zagreb 0.
Real Madrid og Lyon áfram.
21.40 - Leikjunum er lokið - Napoli, Basel, CSKA Moskva og Lyon fá fjögur síðustu sætin í 16-liða úrslitunum.
21.33 - MARK - Phil Jones gefur Manchester United von þegar hann skorar með skalla á 89. mínútu í Basel, staðan er 2:1 fyrir heimamenn þegar venjulegum leiktíma er lokið.
21.30 - MARK - Útlit fyrir rússneskt ævintýri í Mílanó því Berezutski kemur CSKA í 2:1 gegn Inter á 87. mínútu. Enn er 0:0 hjá Lille og Trabzonspor og CSKA, sem var neðst í riðlinum fyrir leik kvöldsins, fer í 16-liða úrslit ef þetta verða lokatölur.
21.28 - MARK - Nú á Manchester United heldur betur á brattann að sækja í Basel því Alexander Frei hefur komið heimamönnum í 2:0 á 84. mínútu. Skori Unitedmenn ekki tvívegis á lokakaflanum leika þeir í Evrópudeild UEFA eftir áramótin, eins og grannar þeirra í Manchester City þurfa væntanlega líka að gera.
21.21 - MARK - Möguleikar Manchester City dvína enn því Marek Hamsik hefur komið Napoli í 2:0 gegn Villarreal á Spáni, á 76. mínútu. Ef spænska liðið jafnar ekki metin er City úr leik í Meistaradeildinni og fer í Evrópudeildina.
21.20 - MARK - Nú er Lyon komið með tveggja marka forskot á Ajax, Briand var að koma franska liðinu í 7:1 í Zagreb á meðan Ajax er enn 0:2 undir gegn Real Madrid.
21.13 - MARK - Gomis skorar sitt fjórða mark fyrir Lyon sem er komið í 6:1 gegn Dinamo Zagreb, og þar með uppfyrir Ajax á markatölu en hollensku meistararnir eru enn 0:2 undir gegn Real Madrid. Nú þarf Ajax að skora, annars er liðið á leiðinni í Evrópudeildina, eftir að hafa byrjað leik með sjö marka forskot á Lyon.
21.08 - MÖRK - Napoli er komið með undirtökin í A-riðlinum eftir að Gökhan Inler kom ítalska liðinu yfir gegn Villarreal á Spáni á 65. mínútu, 1:0. Þar með dugar Manchester City ekki að sigra Bayern München. Lyon er nú aðeins marki frá því að slá Ajax út og fara áfram úr D-riðlinum því liðið er komið í 5:1 gegn Dinamo Zagreb í Króatíu með marki frá Lopez.
21.04 - Ótrúlegt atvik í Basel þar sem varnarmaður svissneska liðsins þrumar boltanum í þverslána á eigin marki, og niður, eftir fyrirgjöf frá hægri kantinum. Þar munaði engu að Manchester United fengi góða aðstoð við að jafna metin.
20.57 - MÖRK - Yaya Touré kemur Manchester City í 2:0 gegn Bayern. Aftur er það Edin Dzeko sem leggur upp markið. City fer áfram ef ekkert breytist á Spáni þar sem staðan er 0:0 hjá Villarreal og Napoli. Ajax er hinsvegar komið í talsverða hættu, þar sem Lyon hefur náð 4:1 forystu í Zagreb. Gomis er með þrennu fyrir Frakkana sem þurfa tvö mörk enn til að fara uppfyrir Ajax. Í Mílanó var fögnuður Rússanna í CSKA skammvinnur því Cambiasso var fljótur að jafna fyrir Inter, 1:1. Þar er Trabzonspor því aftur í öðru sætinu eins og staðan er núna.
20.53 - MÖRK - Heldur betur sviptingar. Lyon er komið í 3:1 í Zagreb eftir tvö mörk í byrjun síðari hálfleiks frá Gomis og Gonalons. Þar með vantar Frakkana þrjú mörk til að slá Ajax út. Í Mílanó er CSKA komið yfir gegn Inter, 1:0, með marki frá Doumbia og er þar með í öðru sæti B-riðils, fyrir ofan Lille og Trabzonspor, eins og staðan er núna.
20.34 - MARK - Lyon lagar sína stöðu þegar Gomis jafnar gegn Dinamo í Zagreb, 1:1, á 45. mínútu. Frakkarnir þurfa nú fimm mörk í seinni hálfleiknum, miðað við óbreytta stöðu í Amsterdam þar sem Ajax er að tapa 0:2 fyrir Real Madrid.
20.28 - Áfall fyrir Manchester United í Basel þegar miðvörðurinn Nemanja Vidic meiðist á hné og þarf að fara af velli.
20.28 - MARK - Hagur Ajax vænkast þegar tíu leikmenn Dinamo Zagreb ná forystunni gegn Lyon, 1:0, í Zagreb. Eins gott því nánast á sömu stundu lendir Ajax 0:2 undir gegn Real Madríd þegar Gonzalo Higuaín skorar í Amsterdam.
20.24 - MARK - Mikill fögnuður á Etihad leikvanginum í Manchester þar sem David Silva kemur City yfir gegn Bayern á 36. mínútu, 1:0. Glæsilega afgreitt af 20 metra færi, eftir sendingu frá Edin Dzeko. Staðan er 0:0 hjá Villarreal og Napoli og það þýðir að endi leikirnir svona, kemst City áfram.
20.00 - MARK - José Callejon kemur Real Madrid yfir gegn Ajax í Amsterdam á 14. mínútu, 0:1. Það gefur Lyon von en Frakkarnir þurfa þó að skora sex mörk gegn Dinamo í Zagreb ef þetta verða lokatölurnar í Hollandi.
19.55 - MARK - Basel hefur náð forystunni gegn Manchester United, 1:0. Marco Streller skorar strax á 9. mínútu, eftir fyrirgjöf frá Xherdan Shaqiri. Nú er pressan heldur betur á Ferguson og hans mönnum sem verða að ná í stig, annars bíður Evrópudeildin.
19.45 - Leikirnir eru hafnir.
Liðsskipanir:
Lið Man. City: Hart, Savic, Kompany, Lescott, Clichy, Yaya Touré, Barry, Nasri, Agüero, Silva, Dzeko.
Varamenn: Pantilimon, Zabaleta, Kolo, Milner, A. Johnson, de Jong, Balotelli.
Lið Bayern: Butt, Rafinha, Boateng, Contento, Badstuber, Pranjić, Alaba, Gustavo, Tymoshchuk, Petersen, Olić.
Varamenn: Neuer, Van Buyten, Lahm, Ribéry, Usami, Müller, Gomez.
Basel: Sommer, Steinhofer, Abraham, Dragovic, Park, Shaqiri, Cabral, Granit Xhaka, Fabian Frei, Alexander Frei, Streller.
Varamenn: Colomba, Chipperfield, Stocker, Kusunga, Kovac, Zoua, Pak.
Man Utd: De Gea, Smalling, Vidic, Ferdinand, Evra, Park, Giggs, Jones, Young, Nani, Rooney.
Varamenn: Lindegaard, Evans, Welbeck, Fletcher, Valencia, Macheda, Gibson.
Lið Ajax: Vermeer; Van der Wiel, Vertonghen, Blind, Anita; Eriksen, Enoh, Janssen; Sulejmani, Lodeiro, Ebecilio.
Lið Real Madrid: Adán; Arbeloa, Albiol, Varane, Coentrão; Nuri Sahin, Granero; Callejón, Kaká, Benzema; Higuaín.